Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því Norður-Kóreu gerði tilraun með eldflaugar í Gulahafi. Þær voru ekki skotflaugar og falla ekki undir bann öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við tilraunum Norður-Kóreu með banvæn vopn. Þá sagði Biden að tilraunin væri ekki ögrun við Bandaríkin.
Bæði Japan og Suður-Kórea hafa fordæmt skotflaugaskotið. Yfirstjórn bandaríska hersins á Kyrrahafi segir tilraunina nú sýna þá ógn sem nágrannaríkjum Norður-Kóreu og alþjóðasamfélaginu stafi af ólöglegu vopnabrölti landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki tjáð sig um nýjustu eldflaugatilraunirnar sem virðast klárt brot á ályktun öryggisráðsins. Forveri hans, Donald Trump, sá í gegnum fingur sér með sambærilegar tilraunir Norður-Kóreu árið 2019.
Enn hafa engin formleg samskipti átt sér stað á milli Bandaríkjastjórnar og einræðisstjórnar Kim Jong-un í Pjongjang.