Þjálfari Hattar lét dómarana fá það óþvegið eftir gríðarlega svekkjandi tap gegn KR Runólfur Trausti Þórhallsson og Gunnar Gunnarsson skrifa 19. mars 2021 07:00 Viðar Örn var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Anton Höttur tapaði á einhvern ótrúlegan hátt gegn KR í gærkvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. Höttur var sjö stigum yfir þegar 90 sekúndur voru til leiksloka en hentu frá sér sigrinum. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét dómaratríó leiksins heyra það í viðtali að leik loknum. Viðari Erni var eðlilega heitt í hamsi að leik loknum enda stefndi allt í frækinn sigur Hattar. Það er þangað til Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu sem reyndist sigurkarfa leiksins og KR-ingar héldu heim á leið með stigin tvö. Þá er vert að benda á þá staðreynd að heimamenn í Hetti fengu 50 prósent fleiri villur í leiknum en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur. Alls fengu heimamenn 32 villur gegn 21 hjá gestunum. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni,“ sagði Viðar Örn um frammistöðu sinna manna í leiknum. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn,“ sagði Viðar um dómgæsluna og hélt svo áfram. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki strax á sunnudag og því ekki hægt að hugsa of lengi um tap kvöldsins. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi verur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu,“ sagði Viðar Örn að endingu í viðtali við Vísi að loknu eins stigs tapi Hattar gegn KR í gærkvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Höttur Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00 Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. 18. mars 2021 21:00
Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. 18. mars 2021 23:01