Leyfum fjólunni að blómstra Vilhjálmur Árnason skrifar 18. mars 2021 14:31 Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Háskólar Ölfus Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Garðyrkja Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun