Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 07:28 Demi Lovato flutti þjóðsöng Bandaríkjanna á Ofurskálinni 2020. epa Bandaríska söngkonan Demi Lovato missti sjónina tímabundið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt fíkniefna árið 2018. Nærri tveir mánuðir liðu þar til að sjónin varð það góð á ný þannig að hún gat lesið bók. Hún glímir þó við vandamál með sjónina enn þann dag í dag. Lovato segir frá þessu í viðtali við New York Times. „Það var áhugavert hvað maður var fljótur að aðlaga sig. Ég var ekki í því að vorkenna sjálfri mér. Ég hugsaði bara: Hvernig getum við leyst þetta?“ Fjölmiðlar fjölluðu mikið um glímu Lovato við fíkniefni eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í júlí 2018 eftir að hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu vegna ofneyslu. Aðstoðarmaður Lovato hefur lýst því hvernig hann taldi söngkonuna látna þegar hann kom að henni, en lífvörður Lovato veitti henni fyrstu hjálp áður en sjúkrabíll kom á vettvang. New York Times segir frá því að það hafi fyrst verið í nóvember 2018, eftir þriggja mánaða endurhæfingu, sem Lovato varð útskrifuð. View this post on Instagram A post shared by Demi Lovato (@ddlovato) Ný fjögurra þátta þáttaröð, Dancing With the Devil, verður frumsýnd á YouTube á þriðjudaginn í næstu viku þar sem Lovato segir frá reynslunni 2018 og eftirmála hennar. New York Times segir frá því fíkniefnasali Lovato hafi brotið á henni kynferðislega og svo skilið hana eftir til að deyja. Lovato hefur verið ein talskvenna herferðarinnar Be Vocal, Speak Up sem ætlað er að opna umræðuna um geðheilbrigði og fíkn. Sömuleiðis hefur hún lagt áherslu á að ekki skuli varpa einhverjum dýrðarljóma á fíkniefnamisnotkun. Hollywood Bandaríkin Fíkn Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira
Lovato segir frá þessu í viðtali við New York Times. „Það var áhugavert hvað maður var fljótur að aðlaga sig. Ég var ekki í því að vorkenna sjálfri mér. Ég hugsaði bara: Hvernig getum við leyst þetta?“ Fjölmiðlar fjölluðu mikið um glímu Lovato við fíkniefni eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í júlí 2018 eftir að hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu vegna ofneyslu. Aðstoðarmaður Lovato hefur lýst því hvernig hann taldi söngkonuna látna þegar hann kom að henni, en lífvörður Lovato veitti henni fyrstu hjálp áður en sjúkrabíll kom á vettvang. New York Times segir frá því að það hafi fyrst verið í nóvember 2018, eftir þriggja mánaða endurhæfingu, sem Lovato varð útskrifuð. View this post on Instagram A post shared by Demi Lovato (@ddlovato) Ný fjögurra þátta þáttaröð, Dancing With the Devil, verður frumsýnd á YouTube á þriðjudaginn í næstu viku þar sem Lovato segir frá reynslunni 2018 og eftirmála hennar. New York Times segir frá því fíkniefnasali Lovato hafi brotið á henni kynferðislega og svo skilið hana eftir til að deyja. Lovato hefur verið ein talskvenna herferðarinnar Be Vocal, Speak Up sem ætlað er að opna umræðuna um geðheilbrigði og fíkn. Sömuleiðis hefur hún lagt áherslu á að ekki skuli varpa einhverjum dýrðarljóma á fíkniefnamisnotkun.
Hollywood Bandaríkin Fíkn Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira