Þar fjalla þær um lífið í Hollywood og taka oftast fyrir sérstakt málefni í hverjum þætti. Báðar eru þær vel að sér í þessum málum en ákváðu að fá kærastana í settið á dögunum og spyrja þá spjörunum úr, hversu vel þeir hafa verið að fylgjast með þáttunum.
Því mættu þeir Gunnar Patrik Sigurðsson og Benedikt Bjarnason, sem er sonur Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra í heimsókn í Teboðið.
Þeir áttu að svara spurningum sem tengjast beint þáttunum sem þær hafa gefið út og hér að neðan má sjá hvernig til tókst.