Hulda tekur við starfi framkvæmdastjóra af Kára Gautasyni sem hefur verið ráðinn til Bændasamtakanna.
Hulda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2012 og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Á árunum 2016 til 2019 starfaði Hulda sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Samhliða námi við HÍ tók Hulda þátt í starfi Röskvu, bæði í stjórn félagsins og sem kosningastýra. Þá var hún talskona Ungra vinstri grænna 2014-2015.
Ráðinn starfsmaður þingflokks
Þá hefur Bjarki Hjörleifsson verið ráðinn sem starfsmaður þingflokksins, en hann útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2019.
Bjarki hefur frá árinu 2019 starfað sem skrifstofustjóri Vinstri grænna en hefur undanfarna mánuði verið starfsmaður þingflokks.