Er Íslandspóstur undanþeginn lögum? Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 5. mars 2021 13:00 Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarskipti Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun