„Við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Baldvin Z er einn færasti leikstjóri landsins. Baldvin Z hefur gert Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla, Rétt 3 og margt fleira en Sindri Sindrason hitti Baldvin í Íslandi í dag á dögunum og fór yfir feril hans. Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira