Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:08 Stefnt er að því að dómsmálaráðherra komi fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis á mánudag. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. Andrés Ingi vill að nefndin fái tækifæri til að spyrja Áslaugu út í samskipti hennar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins á Þorláksmessukvöld. Hún verður spurð hvort samskipti þeirra stangist hugsanlega á við sjálfstæði og hlutlægni lögreglu við rannsókn mála. Ríkisútvarpið greindi frá því á þriðjudag að Áslaug hefði talað við lögreglustjórann í tvígang á aðfangadag eftir að lögreglan greindi fjölmiðlum frá meintu sóttvarnarbroti í Ásmundarsal. Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að þegar honum hafi borist beiðnin frá Andrési þá hafi hann þá þegar haft samband við deildarstjóra nefndarsviðs og forstöðumann nefndarsviðs til að ganga úr skugga um að það væri samkvæmt lögsögu nefndarinnar og samkvæmt lögum um þingsköp að nefndarformaður boðaði ráðherra á fund. Eftir að hafa fengið úr því skorið að það samræmdist tilgangi nefndarinnar boðaði Jón Þór Áslaugu fyrir nefndina. Hann sagðist stefna á Áslaug mæti á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar strax á mánudag. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ 24. febrúar 2021 17:47 Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Andrés Ingi vill að nefndin fái tækifæri til að spyrja Áslaugu út í samskipti hennar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins á Þorláksmessukvöld. Hún verður spurð hvort samskipti þeirra stangist hugsanlega á við sjálfstæði og hlutlægni lögreglu við rannsókn mála. Ríkisútvarpið greindi frá því á þriðjudag að Áslaug hefði talað við lögreglustjórann í tvígang á aðfangadag eftir að lögreglan greindi fjölmiðlum frá meintu sóttvarnarbroti í Ásmundarsal. Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að þegar honum hafi borist beiðnin frá Andrési þá hafi hann þá þegar haft samband við deildarstjóra nefndarsviðs og forstöðumann nefndarsviðs til að ganga úr skugga um að það væri samkvæmt lögsögu nefndarinnar og samkvæmt lögum um þingsköp að nefndarformaður boðaði ráðherra á fund. Eftir að hafa fengið úr því skorið að það samræmdist tilgangi nefndarinnar boðaði Jón Þór Áslaugu fyrir nefndina. Hann sagðist stefna á Áslaug mæti á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar strax á mánudag.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ 24. febrúar 2021 17:47 Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ 24. febrúar 2021 17:47
Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16