Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2021 07:24 Ólafur hefur setið á þingi árið 2013 og svo frá 2017, en starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins í kjördæminu í kosningunum 2017, en þá var Rósa Björk Brynjólfsdóttir efst á lista. Hún sagði skilið við þingflokk VG á kjörtímabilinu og gekk síðar til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Ólafur Þór var þingmaður árið 2013 og svo frá árinu 2017. Haft er eftir Ólafi að hann hafi starfað innan hreyfingarinnar og að framgangi hennar og vilji áfram vinna að þeim málum sem hann brenni fyrir. „Á þingi hef ég beitt mér sérstaklega fyrir málefnum eldra fólks og velferðarmálum almennt. Ég hef lagt fram fjölda þingmála í þá veru, m.a. um réttindi eldra fólks, þjónustu við aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Þá hef ég einnig lagt mikla áherslu á heilbrigðismál, uppbyggingu öflugs opinbers heilbrigðiskerfis og eflingu heilsugæslunnar. Ég hef víðtæka reynslu af heilbrigðis og velferðarmálum, eftir að hafa starfað á þeim vettvangi í um 30 ár. Þá hef ég einnig starfað sem bæjarfulltrúi í stóru sveitarfélagi og hef því skilning á þörfum sveitarfélaganna og íbúa þeirra, og mikilvægi góðrar þjónustu við íbúa. Umhverfismál og hvernig þau snerta þéttbýlið sérstaklega hafa einnig verið mér hugleikin, t.a.m. loftgæði í þéttbýli, Borgarlína, umferðarmál og skipulagsmál í þéttbýli yfirleitt. Verkefnin eru víða við frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins. Við þurfum að ljúka byggingu Landspítalans, halda áfram að efla heilsugæsluna og byggja upp öldrunarþjónustu í samvinnu við sveitarfélögin. Það er nauðsynlegt að stíga djörf skref í umhverfismálum og náttúruvernd. Loftslagsmál eru mál sem varða okkur öll og framtíð barnanna okkar og komandi kynslóða,“ er haft eftir Ólafi. Ólafur starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Þetta kjörtímabil hefur Ólafur verið varaformaður velferðarnefndar og einnig setið í efnahags- og viðskiptanefnd. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins í kjördæminu í kosningunum 2017, en þá var Rósa Björk Brynjólfsdóttir efst á lista. Hún sagði skilið við þingflokk VG á kjörtímabilinu og gekk síðar til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Ólafur Þór var þingmaður árið 2013 og svo frá árinu 2017. Haft er eftir Ólafi að hann hafi starfað innan hreyfingarinnar og að framgangi hennar og vilji áfram vinna að þeim málum sem hann brenni fyrir. „Á þingi hef ég beitt mér sérstaklega fyrir málefnum eldra fólks og velferðarmálum almennt. Ég hef lagt fram fjölda þingmála í þá veru, m.a. um réttindi eldra fólks, þjónustu við aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Þá hef ég einnig lagt mikla áherslu á heilbrigðismál, uppbyggingu öflugs opinbers heilbrigðiskerfis og eflingu heilsugæslunnar. Ég hef víðtæka reynslu af heilbrigðis og velferðarmálum, eftir að hafa starfað á þeim vettvangi í um 30 ár. Þá hef ég einnig starfað sem bæjarfulltrúi í stóru sveitarfélagi og hef því skilning á þörfum sveitarfélaganna og íbúa þeirra, og mikilvægi góðrar þjónustu við íbúa. Umhverfismál og hvernig þau snerta þéttbýlið sérstaklega hafa einnig verið mér hugleikin, t.a.m. loftgæði í þéttbýli, Borgarlína, umferðarmál og skipulagsmál í þéttbýli yfirleitt. Verkefnin eru víða við frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins. Við þurfum að ljúka byggingu Landspítalans, halda áfram að efla heilsugæsluna og byggja upp öldrunarþjónustu í samvinnu við sveitarfélögin. Það er nauðsynlegt að stíga djörf skref í umhverfismálum og náttúruvernd. Loftslagsmál eru mál sem varða okkur öll og framtíð barnanna okkar og komandi kynslóða,“ er haft eftir Ólafi. Ólafur starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Þetta kjörtímabil hefur Ólafur verið varaformaður velferðarnefndar og einnig setið í efnahags- og viðskiptanefnd.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira