Boðskortið í brúðkaupið er stjórnarskráin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Stjórnarskrá Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun