Þróttur rýmir fyrir þjóðarleikvangi en fær stórt fótboltasvæði og íþróttahús Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Skipta á um gervigras á aðalvelli Þróttar þegar færi gefst. Suður af vellinum glittir í Laugardalshöll sem gæti farið í hendur Þróttar en þar hafa iðkendur félagsins getað æft þegar höllin er ekki frátekin fyrir landsleiki, bikarleiki eða annað. vísir/egill Knattspyrnufélagið Þróttur og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi um það hvernig uppbyggingu aðstöðu fyrir félagið í Laugardal verður háttað. Þróttarar fá samkvæmt því meðal annars tvo nýja gervigrasvelli og nýtt íþróttahús en gefa eftir svæði sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta fyrir þjóðarhöll- og leikvang. Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum. Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum.
Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira