Segja Sýn og Nova hafa gert samkomulag við félag tengt nánum vini Donalds Trump Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 11:54 Thomas Joseph Barrack Jr., stjórnarformaður Colony Capital, og náinn bandamaður Donalds Trump. Getty/Michael Kovac Félag í stýringu bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Colony er langt komið með að ljúka kaupum á óvirkum farsímainnviðum af Sýn og Nova fyrir um 13 milljarða króna, að sögn Viðskiptablaðsins. Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur félagið að því að fjármagna kaupin að hluta með útgáfu skuldabréfs í krónum upp á 8 til 9 milljarða króna og að fyrirtækjaráðgjöf Kviku hafi á síðustu vikum kynnt útgáfuna fyrir lífeyrissjóðum og öðrum innlendum fjárfestum. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur fjarskiptafélagið Vodafone segir í samtali við Vísi að fyrirtækið geti hvorki gefið upplýsingar um stöðu viðræðna eða hvaða aðila um ræðir. Vísir er í eigu Sýnar. Samkomulag náðist í haust Sýn tilkynnti um það í október að félagið hafi náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þá kom fram að miðað við fyrirliggjandi skilmála gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna gangi viðskiptin eftir. Í nóvember greindi svo Fréttablaðið frá því fjarskiptafélagið Nova væri í einkaviðræðum við sömu erlendu fjárfesta og Sýn um mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum Nova. Með óvirkum farsímainnviðum er til að mynda átt við rafkerfi og sendaturna en virkur búnaður á borð við sendana sjálfa verður áfram í eigu íslensku fjarskiptafélaganna. Sýn og Nova reka saman dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu í gegnum dótturfélag þeirra Sendafélagið. Ef verður af sölunni feta fjarskiptaskiptafélögin í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja sem hafa gert sambærilega samninga um sölu á innviðum. Fram kom í tilkynningu Sýnar í október að ráðgert væri að gerður yrði langtímaleigusamningur við erlendu fjárfestana til 20 ára sem muni tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Hluti af Colony Capital Digital Colony er hluti af samstæðu Colony Capital sem bandaríski auðmaðurinn Thomas J. Barrack Jr. stofnaði. Er hann nú stjórnarformaður samstæðunnar. Barrack er náinn vinur og stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var annar stofnanda Rebuilding America Now fjáröflunarnefndarinnar (e. Super PAC) sem safnaði um 23 milljónum Bandaríkjadala fyrir framboð Trumps árið 2016, eða hátt í þremur milljörðum króna. Þá var Barrack formaður embættistökunefndar Trump og starfaði sem óformlegur ráðgjafi í forsetatíð hans. Árið 2018 lýsti New York Times því hvernig Barrack tók að sér að vera tengiliður Trumps við ráðamenn á Arabíuskaga og reyndi meðal annars að fullvissa sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að forsetinn væri með fjárfestingar í sambandsríkinu. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að Thomas J. Barrack Jr. væri forstjóri Colony Capital. Hið rétta er að hann er starfandi stjórnarformaður en Barrack lét af störfum sem forstjóri á síðasta ári. Fjarskipti Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur félagið að því að fjármagna kaupin að hluta með útgáfu skuldabréfs í krónum upp á 8 til 9 milljarða króna og að fyrirtækjaráðgjöf Kviku hafi á síðustu vikum kynnt útgáfuna fyrir lífeyrissjóðum og öðrum innlendum fjárfestum. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur fjarskiptafélagið Vodafone segir í samtali við Vísi að fyrirtækið geti hvorki gefið upplýsingar um stöðu viðræðna eða hvaða aðila um ræðir. Vísir er í eigu Sýnar. Samkomulag náðist í haust Sýn tilkynnti um það í október að félagið hafi náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þá kom fram að miðað við fyrirliggjandi skilmála gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna gangi viðskiptin eftir. Í nóvember greindi svo Fréttablaðið frá því fjarskiptafélagið Nova væri í einkaviðræðum við sömu erlendu fjárfesta og Sýn um mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum Nova. Með óvirkum farsímainnviðum er til að mynda átt við rafkerfi og sendaturna en virkur búnaður á borð við sendana sjálfa verður áfram í eigu íslensku fjarskiptafélaganna. Sýn og Nova reka saman dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu í gegnum dótturfélag þeirra Sendafélagið. Ef verður af sölunni feta fjarskiptaskiptafélögin í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja sem hafa gert sambærilega samninga um sölu á innviðum. Fram kom í tilkynningu Sýnar í október að ráðgert væri að gerður yrði langtímaleigusamningur við erlendu fjárfestana til 20 ára sem muni tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Hluti af Colony Capital Digital Colony er hluti af samstæðu Colony Capital sem bandaríski auðmaðurinn Thomas J. Barrack Jr. stofnaði. Er hann nú stjórnarformaður samstæðunnar. Barrack er náinn vinur og stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var annar stofnanda Rebuilding America Now fjáröflunarnefndarinnar (e. Super PAC) sem safnaði um 23 milljónum Bandaríkjadala fyrir framboð Trumps árið 2016, eða hátt í þremur milljörðum króna. Þá var Barrack formaður embættistökunefndar Trump og starfaði sem óformlegur ráðgjafi í forsetatíð hans. Árið 2018 lýsti New York Times því hvernig Barrack tók að sér að vera tengiliður Trumps við ráðamenn á Arabíuskaga og reyndi meðal annars að fullvissa sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að forsetinn væri með fjárfestingar í sambandsríkinu. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að Thomas J. Barrack Jr. væri forstjóri Colony Capital. Hið rétta er að hann er starfandi stjórnarformaður en Barrack lét af störfum sem forstjóri á síðasta ári.
Fjarskipti Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira