Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2024 08:18 Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir. Origo Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Origo ehf. í kjölfar endurskipulagningar félagsins til að skilja að starfsemi eignarhaldsfélagsins og rekstrarfélagsins Origo. Í tilkynningu frá félaginu segir að Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir myndi nýja framkvæmdastjórn félagsins. „Síðan árið 2018 hefur vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum: Annars vegar sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni og hins vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni er að Origo ehf. leggi þyngri áherslu á vöruþróun og afhendingu framúrskarandi lausna og þjónustu til viðskiptavina. Eignarhaldsfélagið Skyggnir einblínir aftur á móti á að styðja eignasafn sitt til árangurs, en þar eru fjölbreytt félög innan upplýsingatækni, m.a. Origo ehf., Syndis, Helix og fleiri. Ný framkvæmdastjórn Nýtt skipulag hefur verið sett upp til að styðja við nýjar stefnuáherslur Origo ehf. Örn Þór Alfreðsson verður framkvæmdastjóri orku og innviða, sem markar aukna áherslu á innviði, orku og lausnir fyrir gagnaver og aðra stórnotendur búnaðar. Örn kemur úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustulausna og hefur starfað hjá Origo í yfir 6 ár. Hið nýstofnaða svið samanstendur af sérfræðingum með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði innviða og orkulausna. Í samstarfi við heimsþekkta framleiðendur eins og Nvidia, Lenovo, IBM og Schneider Electric veitir starfsfólk sviðsins ráðgjöf um sérhæfðar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Ottó Freyr Jóhannsson tekur við sviði þjónustu og reksturs. Með aukinni áherslu á rekstrarþjónustu er lagt upp með að efla frekar vöru- og þjónustuframboð Origo til að styðja viðskiptavini í öruggum upplýsingatæknirekstri. Ottó er með yfir 24 ára reynslu innan fyrirtækisins en síðustu ár hefur hann leitt fjölmörg teymi sérfræðinga sem forstöðumaður þjónustulausna Origo. Lóa Bára Magnúsdóttir tekur við hlutverki framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála. Hún hefur leitt markaðsstarf félagins en nú sameinast sölu- og markaðssvið með það markmið að samræma betur, efla samskipti og þjónustu við viðskiptavini og styðja við vöxt. Árni Geir Valgeirsson tók við hlutverki framkvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs í október. Sigurður Tómasson hefur verið framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar síðan í september, Gunnar Már Petersen er framkvæmdastjóri fjármála og Dröfn Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðs,“ segir í tilkynningunni. Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækniog starfa þar um þrjú hundruð manns. Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að Ottó Freyr Jóhannsson, Lóa Bára Magnúsdóttir, Örn Þór Alfreðsson, Gunnar Már Petersen, Ari Daníelsson, Sigurður Tómasson, Árni Geir Valgeirsson og Dröfn Guðmundsdóttir myndi nýja framkvæmdastjórn félagsins. „Síðan árið 2018 hefur vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum: Annars vegar sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni og hins vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni er að Origo ehf. leggi þyngri áherslu á vöruþróun og afhendingu framúrskarandi lausna og þjónustu til viðskiptavina. Eignarhaldsfélagið Skyggnir einblínir aftur á móti á að styðja eignasafn sitt til árangurs, en þar eru fjölbreytt félög innan upplýsingatækni, m.a. Origo ehf., Syndis, Helix og fleiri. Ný framkvæmdastjórn Nýtt skipulag hefur verið sett upp til að styðja við nýjar stefnuáherslur Origo ehf. Örn Þór Alfreðsson verður framkvæmdastjóri orku og innviða, sem markar aukna áherslu á innviði, orku og lausnir fyrir gagnaver og aðra stórnotendur búnaðar. Örn kemur úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustulausna og hefur starfað hjá Origo í yfir 6 ár. Hið nýstofnaða svið samanstendur af sérfræðingum með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði innviða og orkulausna. Í samstarfi við heimsþekkta framleiðendur eins og Nvidia, Lenovo, IBM og Schneider Electric veitir starfsfólk sviðsins ráðgjöf um sérhæfðar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Ottó Freyr Jóhannsson tekur við sviði þjónustu og reksturs. Með aukinni áherslu á rekstrarþjónustu er lagt upp með að efla frekar vöru- og þjónustuframboð Origo til að styðja viðskiptavini í öruggum upplýsingatæknirekstri. Ottó er með yfir 24 ára reynslu innan fyrirtækisins en síðustu ár hefur hann leitt fjölmörg teymi sérfræðinga sem forstöðumaður þjónustulausna Origo. Lóa Bára Magnúsdóttir tekur við hlutverki framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála. Hún hefur leitt markaðsstarf félagins en nú sameinast sölu- og markaðssvið með það markmið að samræma betur, efla samskipti og þjónustu við viðskiptavini og styðja við vöxt. Árni Geir Valgeirsson tók við hlutverki framkvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs í október. Sigurður Tómasson hefur verið framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar síðan í september, Gunnar Már Petersen er framkvæmdastjóri fjármála og Dröfn Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðs,“ segir í tilkynningunni. Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækniog starfa þar um þrjú hundruð manns.
Upplýsingatækni Vistaskipti Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira