Í tilkynningu segir að Árdís Björk komi til Íslandsbanka frá Stokki Software þar sem hún hafi gegnt starfi framkvæmdastjóra frá vordögum 2021.
„Þar áður var Árdís yfir sjónvarps- og upplýsingatæknisviði Sýnar, stýrði verkefnastofu hjá N1, auk starfa fyrir upplýsingatæknifyrirtækið Advania á Íslandi og tölvuleikjaframleiðandann CCP.
Árið 2007 lauk Árdís diplómunámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og þar áður diplómunámi í verkefnastjórn og leiðtogafærni frá sama skóla 2004.
Freyr Guðmundsson hefur undanfarin 15 ár starfað sem ráðgjafi í fjártækni, bankaþjónustu og nýsköpunargreinum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Hann býr að mikilli reynslu á sviði vörustjórnunar og tæknilegrar forystu, stafrænna umbreytinga, leiðtogafærni og stjórnunar.
Freyr lauk BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003.
Guðmundur Böðvar Guðjónsson, kemur til Íslandsbanka frá Símanum þar sem hann sá um markaðssetningu fyrir Sjónvarp Símans. Þar áður var hann deildarstjóri á sölu- og markaðssviði Icelandair.
Guðmundur Böðvar lauk BSc-námi í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2014 og svo MSc-prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2017.
Petra Björk Mogensen hefur víðtæka reynslu úr fjármálageira og hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2019. Hún hefur sinnt stefnumótandi verkefnum þvert á bankann með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þjónustuupplifun. Síðastliðin tvö ár hefur Petra gengt starfi vörustjóra útlánalausna og tekið þátt í innleiðingu á stafrænni stefnu bankans. Áður starfaði hún meðal annars hjá WOW air og Arion banka.
Petra lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 2006,“ segir í tilkynningunni.