„Við þurftum á góðum úrslitum að halda eftir Everton leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2021 22:35 Ole var sáttur með sigurinn en fannst að sínir menn hefðu átt að klára leikinn fyrr í kvöld. Matthew Peters/Getty Images Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir leikinn gegn Everton á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Sjá meira