Fæddist með gat á hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2025 08:32 Katja Snoeijs sést hér með fyrirliðabandið í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Jess Hornby Hollenska knattspyrnukonan Katja Snoeijs spilar nú í ensku úrvalsdeildinni en það er óhætt að segja að hún hafi byrjað lífið í miklu mótlæti. Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland. Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland.
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira