Fótbolti

Kraftur Sæ­vars muni smita stuðnings­menn

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Val Pál Eiríksson rétt fyrir leikinn mikilvæga í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Val Pál Eiríksson rétt fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Sýn Sport

„Það verður mikið barist í þessum leik enda mikið í húfi. Það er draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari rétt fyrir stórleikinn við Úkraínu, á Laugardalsvelli í kvöld.

Arnar segir Úkraínu með bakið uppi við vegg, eftir óvænt jafntefli í Aserbaísjan í síðasta mánuði, og að búast megi við óhemju erfiðum leik. Stefnan sé þó klárlega sett á sigur.

Sævar Atli Magnússon er í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn í tvö ár og kemur inn á kostnað leikmanna á borð við Daníel Tristan Guðjohnsen.

„Ég hef hrifist af Sævari í vetur. Mikill kraftur. Daníel Tristan gerði mjög vel á móti Frakklandi, bara öðruvísi prófíll af leikmanni. Við eigum hann og fleiri góða inni á bekknum. Við þurfum áræðni, kraft og dugnað, mikið sjálfstraust í kvöld. Hans [Sævars] kraftur mun líka smita inn í stúkuna til stuðningsmanna og við þurfum orku frá áhorfendum í kvöld til að fara alla leið. Þetta er erfitt verkefni og hann mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport, í opinni dagskrá, og hefst upphitun klukkan 18.


Tengdar fréttir

Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Úkraínu í lykilleik í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru með tveggja stiga forskot á Úkraínumenn en búist er við því að baráttan um 2. sæti D-riðils standi á milli liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×