Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Hjörvar Ólafsson skrifar 10. október 2025 20:58 Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/anton Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður [7] Elías Rafn hafði í raun lítið að gera fyrir utan mörkin fimm sem hann fékk á sig í leiknum. Elías Rafn var aðallega partur af uppspili íslenska liðsins, þar var hann var rólegur á boltann og skilaði honum vel frá sér. Ekki hægt að saka Elías Rafn um mörkin þrjú sem íslenska liðið fékk á sig. Raunar bjargaði Elías Rafn einu sinni vel með úthlaupi sínu í upphafi seinni hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [5] Seldi sig illilega í fyrsta marki úkraínska liðsins og var spilaður helst til auðveldlega úr leik þar. Reyndi nokkrum sinnum sendingar inn fyrir vörn úkraínska liðsins án árangurs.Gerði þó vel þegar úkraínska liðið reyndi að sækja á hann. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [5] Sverrir Ingi sofnaði á verðinum í öðru marki Úkraínu en þar fyrir utan var hann ekki sökudólgur að mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. Miðvarðarparið fékk ekki nógu mikla vernd frá djúpum miðjumönnum íslenska liðsins og þar komu mörkin að þessu sinni. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður, [5] Datt klaufalega um miðbik fyrri hálfleiks sem hefði getað farið illa. Daníel Leó átti góða stungusendingu á Albert Guðmundsson þegar Albert fékk gott færi og skaut boltanum í þverslána. Daníel Leó kom var flottur í uppspili Íslands og var líkt og Sverrir Ingi ekki í hringiðunni þegar Úkraína lét mörkunum rigna inn. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum. Mikael Egill gerði frábærlega þegar hann jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Mikael Egill rölti þá framhjá varnarmanni Úkraínu og skoraði með góð skoti í nærhornið. Skömmu síðar mistókst honum að hreinsa boltann frá og var refsað grimmilega fyrir það að öðru marki Úkraínu. Var síógnandi bæði í vinstri bakvarðarstöðunni og eftir að hann fór á hægri kantinn. Mikael Egill Ellertsson fagnar hér markinu sem hann skoraði. Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður [4] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Jón Dagur var lítt áberandi í þessum leik og lét lítið til sín taka í sóknarleiknum. Komst ekkert áleiðs þegar hann reyndi að sækja á vörn úkaínska liðsins. Barðist vel og reyndi að koma sér inn í leikinn en varð bara því miður ágengt í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Ísak Bergmann átti misheppnaða sendingu í aðdraganda þess að Úkraína skoraði þriðja mark leiksins og í kjölfarið sogast hann að boltanum. Það gerir það að verkum að Ruslan Malinovskiy er einn á auðum sjó og nær góðu skoti á markið. Þess fyrir utan var Ísak Bergmann fínn í aðgerðum sínum inni á miðsvæðinu. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [7] Mikið í boltanum og duglegur að dreifa boltanum í þau svæði þar sem herja á úkraínska liðið. Átti frábæra fyrirgjöf á Albert í öðru marki íslenska liðsins. Sendi hárnákvæma sendingu á milli markvarðar og varnar á Albert sem kláraði færið. Reyndi hvað hann gat til þess að drífa íslenska liðð áfram. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Albert var oftar en ekki í boltanum þegar íslenska liðið náði að spila sig í gegnum línúrnar hjá Úkraínu. Þegar samherjar Alberts náðu að finna hann í hálfsvæðinu milli varnar og miðju skapaði hann iðulega stöður og hættu. Albert fékk gott færi í fyrri hálfleiks til þess að skora en skot hans small í slánni. Albert fann svo markaskóna í hálfleik en hann skoraði tvö mörk í þeim seinni Það fyrra með glæsilegum skutluskalla og seinna með föstu og hnirmiðuðu skoti. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Andri Lucas gerði nokkrum sinnum ágætlega í að halda í boltann og batta hann niður á liðsfélaga sína. Komst ekki í mörg færi en var meira í því að skapa fyrir leikmennina í kringum sig. Andri Lucas gerði vel í návígjum og tók til sín og hefði getað fengið víti í einu þeirra eftir fasta leikatriði. Togað hressilega i treyju Andra Lucasar Guðjohnsen eftir hornspyrnu. Sævar Atli Magnússon, framherji [5] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Sævar Atli var lúsiðinni í leiknum og átti nokkur góð pressumóment. Vann boltann nokkrum sinnum og auk þess kom hann í veg fyrir að úkraínska liðið kæmist í hraðar sóknir. Sævar Atli komst vel frá sínu í framlínunni og gerði margt vel. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [7] - kom inná á 69. mínútu leiksins Logi átti flotta innkomu í vinstri bakvörðinn en hann átti sendinguna sem leiddi að öðru marki Alberts í leiknum og þriðja marki Íslands. Átti þar fyrir utan nokkur góð hlaup upp vinstri kantinn og átti fleiri fínar fyrirgjafir sem sköpuðu usla og hefðu getað búið til mörk. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður [5] - kom inná á 69. mínútu leiksins Komst lítið í takt við leikinn og náði ekki að setja mark sitt á hann. Náði ekki að skapa sér stöður og komast í sín uppáhalds svæði með því að draga sig inn á völlinn. Gísli Gottskálk Þórðarson kom inná á 86. mínútu leiksins Mikael Neville Anderson kom inná á 86. mínúru leiksins Brynjólfur Willumsson kom inná á 86. mínútu leiksins Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Elías Rafn Ólafsson, markvörður [7] Elías Rafn hafði í raun lítið að gera fyrir utan mörkin fimm sem hann fékk á sig í leiknum. Elías Rafn var aðallega partur af uppspili íslenska liðsins, þar var hann var rólegur á boltann og skilaði honum vel frá sér. Ekki hægt að saka Elías Rafn um mörkin þrjú sem íslenska liðið fékk á sig. Raunar bjargaði Elías Rafn einu sinni vel með úthlaupi sínu í upphafi seinni hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [5] Seldi sig illilega í fyrsta marki úkraínska liðsins og var spilaður helst til auðveldlega úr leik þar. Reyndi nokkrum sinnum sendingar inn fyrir vörn úkraínska liðsins án árangurs.Gerði þó vel þegar úkraínska liðið reyndi að sækja á hann. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [5] Sverrir Ingi sofnaði á verðinum í öðru marki Úkraínu en þar fyrir utan var hann ekki sökudólgur að mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. Miðvarðarparið fékk ekki nógu mikla vernd frá djúpum miðjumönnum íslenska liðsins og þar komu mörkin að þessu sinni. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður, [5] Datt klaufalega um miðbik fyrri hálfleiks sem hefði getað farið illa. Daníel Leó átti góða stungusendingu á Albert Guðmundsson þegar Albert fékk gott færi og skaut boltanum í þverslána. Daníel Leó kom var flottur í uppspili Íslands og var líkt og Sverrir Ingi ekki í hringiðunni þegar Úkraína lét mörkunum rigna inn. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum. Mikael Egill gerði frábærlega þegar hann jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Mikael Egill rölti þá framhjá varnarmanni Úkraínu og skoraði með góð skoti í nærhornið. Skömmu síðar mistókst honum að hreinsa boltann frá og var refsað grimmilega fyrir það að öðru marki Úkraínu. Var síógnandi bæði í vinstri bakvarðarstöðunni og eftir að hann fór á hægri kantinn. Mikael Egill Ellertsson fagnar hér markinu sem hann skoraði. Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður [4] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Jón Dagur var lítt áberandi í þessum leik og lét lítið til sín taka í sóknarleiknum. Komst ekkert áleiðs þegar hann reyndi að sækja á vörn úkaínska liðsins. Barðist vel og reyndi að koma sér inn í leikinn en varð bara því miður ágengt í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Ísak Bergmann átti misheppnaða sendingu í aðdraganda þess að Úkraína skoraði þriðja mark leiksins og í kjölfarið sogast hann að boltanum. Það gerir það að verkum að Ruslan Malinovskiy er einn á auðum sjó og nær góðu skoti á markið. Þess fyrir utan var Ísak Bergmann fínn í aðgerðum sínum inni á miðsvæðinu. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [7] Mikið í boltanum og duglegur að dreifa boltanum í þau svæði þar sem herja á úkraínska liðið. Átti frábæra fyrirgjöf á Albert í öðru marki íslenska liðsins. Sendi hárnákvæma sendingu á milli markvarðar og varnar á Albert sem kláraði færið. Reyndi hvað hann gat til þess að drífa íslenska liðð áfram. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Albert var oftar en ekki í boltanum þegar íslenska liðið náði að spila sig í gegnum línúrnar hjá Úkraínu. Þegar samherjar Alberts náðu að finna hann í hálfsvæðinu milli varnar og miðju skapaði hann iðulega stöður og hættu. Albert fékk gott færi í fyrri hálfleiks til þess að skora en skot hans small í slánni. Albert fann svo markaskóna í hálfleik en hann skoraði tvö mörk í þeim seinni Það fyrra með glæsilegum skutluskalla og seinna með föstu og hnirmiðuðu skoti. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Andri Lucas gerði nokkrum sinnum ágætlega í að halda í boltann og batta hann niður á liðsfélaga sína. Komst ekki í mörg færi en var meira í því að skapa fyrir leikmennina í kringum sig. Andri Lucas gerði vel í návígjum og tók til sín og hefði getað fengið víti í einu þeirra eftir fasta leikatriði. Togað hressilega i treyju Andra Lucasar Guðjohnsen eftir hornspyrnu. Sævar Atli Magnússon, framherji [5] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Sævar Atli var lúsiðinni í leiknum og átti nokkur góð pressumóment. Vann boltann nokkrum sinnum og auk þess kom hann í veg fyrir að úkraínska liðið kæmist í hraðar sóknir. Sævar Atli komst vel frá sínu í framlínunni og gerði margt vel. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [7] - kom inná á 69. mínútu leiksins Logi átti flotta innkomu í vinstri bakvörðinn en hann átti sendinguna sem leiddi að öðru marki Alberts í leiknum og þriðja marki Íslands. Átti þar fyrir utan nokkur góð hlaup upp vinstri kantinn og átti fleiri fínar fyrirgjafir sem sköpuðu usla og hefðu getað búið til mörk. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður [5] - kom inná á 69. mínútu leiksins Komst lítið í takt við leikinn og náði ekki að setja mark sitt á hann. Náði ekki að skapa sér stöður og komast í sín uppáhalds svæði með því að draga sig inn á völlinn. Gísli Gottskálk Þórðarson kom inná á 86. mínútu leiksins Mikael Neville Anderson kom inná á 86. mínúru leiksins Brynjólfur Willumsson kom inná á 86. mínútu leiksins
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira