Forgangsröðun velferðarmála 8. febrúar 2021 16:00 Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar