Forgangsröðun velferðarmála 8. febrúar 2021 16:00 Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu. Þrátt fyrir að ástandið sé ótvírætt að batna, þá tekur það samfélagið tíma að ná sér á strik á ný og við verðum að fara að læra að lifa með nýjum veruleika. Áherslur ríkisstjórnarinnar virðast samt vera sérstakar þegar kemur að forgangsröðunin mála til að reyna að bæta ástandið. Á þessum tímum hljóta velferðarmál að vera í háum forgangi og t.d. hefur aukin þungi verið settur í málefni tengd geðheilsu, m.a. í kjölfar herferðar Geðhjálpar um G-vítamín. Einnig hefur verið vitnadarvakning varðandi fræðslu um heimilisofbeldi. Jafnframt hefur meira fjármagn verið sett í frístundastarf til að auka jöfnuð á milli barna, sem er okkar verðmætasta auðlind. Allt þetta eru afskaplega jákvæðar breytingar, en að sama skapi leitt að það hafi þurft heimsfaraldur til að áhersla á þessum málaflokki hafi aukist. Í ljósi þessa er athyglisvert að skoða þau þingmál sem ríkisstjórnarflokkarnir standa að og berjast fyrir á þessu þingi. Þar má t.d. nefna frumvarp háttvirts dómsmálaráðherra um frjálsa sölu áfengis. Ég er hlynnt því sjónarmiði að búa við opnari verslun á áfengi með því t.d. að samræma heimildir brugghúsa til að selja vörur „beint frá býli“ og standa þannig jöfnum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. En er þetta virkilega nauðsynlegur tími til að opna vefverslun með áfengi og af hverju ? Er núverandi fyrirkomulag svo slæmt? Mér verður alltaf hugsað til þeirra sem standa höllum fæti, en eru að reyna sitt allra besta til að standa sína plikt, bæði gagnvart sjálfum sér og mögulega börnunum sínum. Að gera áfengi, sem er munaðarvara, aðgengilegra fyrir hópa sem standa höllum fæti verður þess valdandi að félagsleg vandamál aukast, t.d. heimilisofbeldi, vanræksla barna og drykkja ungmenna. Er þetta töluvert á skjön við þá hugsjón sem við erum að tileinka okkur í COVID ástandinu. Þar erum við að leggja okkur öll fram til þess að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki fyrir barðinu á veirunni, en á sama tíma að auka líkurnar á því að þeir sem eru veikir fyrir af öðrum sökum hafi aukið aðgengi að sinni veiru (áfengi). Vandinn í áfengis- og fíkniefnamálum er ekki góður fyrir, enda langir biðlistar eftir meðferð og fjárlög eru skert í þann málaflokk. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar