Ungt fólk, geðheilbrigði og atvinnulífið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 17:30 Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun