Skinkuskákin í Kringlunni Erna Bjarnadóttir skrifar 2. febrúar 2021 10:30 Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun