„Við hljótum að líta öll mjög alvarlegum augum á þetta atvik. Stjórnmálamenn eins og aðrir eiga að vera öruggir heima hjá sér.“
Hún fundaði með Sigríði Björk í gær en næstu skref eru óljós.
„Borgarstjóri virðist ekki falla undir lög um æðstu stjórn ríkisins,“ segir Áslaug Arna og málið þurfi því að skoða. Það sé spurning um hverjir eigi að falla undir þær varnir.
Til æðstu stjórnar ríkisins teljast embætti forseta Íslands, Alþingi, ríkisstjórn, Hæstiréttur auk ráðuneyta og ríkisstofnana.
Áslaug Arna segir að fólk hljóti að velta fyrir sér hvernig orðræðan hafi þróast undanfarin ár og hvernig hætt verði að bæta úr því. Öll svona mál veki mann til umhugsunar.
„Við viljum auðvitað alltaf tryggja öryggi fólks.“