Erum við ekki öll í þessu saman? Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. janúar 2021 10:36 Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar