Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 12:45 Frumniðurstöðurnar gefa ástæðu til bjartsýni en beðið er frekari rannsókna. Getty/Kay Nietfeld Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02