„Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Baldur Björnsson skrifar 25. janúar 2021 13:00 Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun