Það er stuð í rafmagninu Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 20. janúar 2021 13:00 Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skóla - og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun