Þjösnaskapur Útlendingastofnunar Guðbrandur Einarsson skrifar 19. janúar 2021 12:00 Árið 2018 og 2019 gerði Nordregio sem er norræn rannsóknarstofnun, rannsókn á samfélögum á Norðurlöndum sem hafa hátt hlutfall íbúa af erlendum uppruna og valdi til þess eitt sveitarfélag í hverju landi. Reykjanesbær varð fyrir valinu vegna hás hlutfalls íbúa af erlendu bergi, en eins vegna Ásbrúar sem er nýr bæjarhluti í Reykjanesbæ (gamla varnarsvæðið). Það þótti áhugavert að skoða Reykjanesbæ til að fylgjast með sveitarfélagi innleiða hverfi eins og Ásbrú inn í sína samfélagslegu heild. Þriðja ástæðan var sú að sveitarfélagið hafði ráðið til sín sérfræðing sem verkefnastjóra fjölmenningarmála. Í áliti Nordregio kom m.a. eftirfarandi fram: „Búsetuúrræði Útlendingastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú er slæmurkostur fyrir þá sem þar búa sem og fyrir Ásbrú, í þeirri mynd sem búsetuúrræðið er. Stór búsetueiningmeð mörgum íbúðum fyrir karlmenn sem allir eru líklegir til þess að fá neitun um alþjóðlega vernd áÍslandi. Útlendingastofnun hefur gert nokkurra ára leigusamning og því er ljóst að úrræðið verður tilstaðar á Ásbrú næstu árin.Útlendingastofnun er ekki þjónustustofnun heldur stjórnsýslustofnunumsókna um dvalarleyfi á Íslandi. Rekstur stofnunarinnar á búsetuúrræði á Ásbrú er ekki í samræmi við velferðarþjónustu á Íslandi þar sem of margir íbúar í viðkvæmri stöðu búa í sama húsnæðinu oghafa mjög takmarkað ferðafrelsi. Reykjanesbær hefur ekki vitneskju um starfsemiÚtlendingastofnunar þar sem íbúar búsetuúrræðisins hafa ekki lögheimili í sveitarfélaginu.“ Aðeins þrjú sveitarfélög veita þjónustu Einungis hafa náðst samningar milli Útlendingastofnunar og þriggja sveitarfélaga á Íslandi um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, en þau eru Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Það er miður, því hægt er að líta á þetta sem samfélagslega skyldu og verkefnið væri í raun einfalt ef öll sveitarfélög á Íslandi tækju hlufallslegan þátt í því. Hér í Reykjanesbæ hefur verið litið þannig á að það gæti alveg gengið að þjónusta 3-4 umsækjendur um alþjóðlega vernd á hverja þúsund íbúa og því væri sá þjónustusamningur sem Reykjanesbær er með fyrir 70 einstaklinga, ásættanlegur og viðráðanlegur. Húsnæði tekið í notkun í óþökk sveitarfélagsins Þörfin fyrir þessa þjónustu er hins vegar talsvert meiri en felst í þeim samningum sem Útlendingastofnun hefur við þessi þrjú sveitarfélög og til þess að mæta þessari miklu þörf tók stofnunin húsnæði á leigu á Ásbrú án samráðs við sveitarfélagið og í óþökk þess. Útlendingastofnun fer síðan fram á að sveitarfélagið taki að sér að þjónusta þá sem þar eru og munu verða í framtíðinni. Það gæti látið nærri að þar geti verið vistaðir um 100 einstaklingar. Þessari beiðni hafnaði Velferðarráð Reykjanesbæjar á fundi þann 13. janúar sl. en Útlendingastofnun hefur í þrígang sent erindi þess efnis til sveitarfélagsins. Það skortir ekki á vilja sveitarfélagsins til þess að gera vel í þessum málaflokki, en alls ekki á þeim forsendum sem Útlendingastofnun leggur til. Umsækjendum hrúgað saman í blokk Reykjanesbær hefur allt frá árinu 2006 unnið að því að gera gamla varnarsvæðið að einum bæjarhluta Reykjanesbæjar og hefur sú vinna á köflum gengið ágætlega. Hins vegar hafa áskoranirnar verið margar og ímynd Ásbrúar sem samfélags er því miður ekki sterk. Ríkið stofnaði á sínum tíma sérstakt félag um þær eignir sem herinn skildi eftir, sem síðan hafa verið seldar fyrir vel á annan tug milljarða. Í stað þess að nýta þá fjármuni til uppbyggingar svæðisins voru þeir sogaðir inn í ríkissjóð og nýttir í önnur verkefni. Þeir aðilar sem keyptu þessar eignir, hafa síðan reynt að koma þeim í notkun með misjöfnum árangri og þar er talsvert til af auðu húsnæði, bæði íbúðarhúsnæði, gistirými og húsnæði undir ýmis konar starfsemi. Þessa stöðu er Útlendingastofnun nú að nýta sér, með því að taka ónotað húsnæði til leigu og hrúga þar inn fólki, sem margt hvert er að koma úr erfiðum aðstæðum og þarf því á sérstakri aðhlynningu að halda. Reykjanesbær hefur margsinnis lýst yfir vilja til að koma til móts við Útlendingastofnun með stækkun á fyrirliggjandi þjónustusamningi en þá gegn því að Útlendingastofnun lýsi því yfir að ekki verði um frekari aukningu á Ásbrú að ræða. Því hefur Útlendingastofnun hafnað. Staðan er því miður sú, að á meðan það er til laust húsnæði á Ásbrú og á meðan önnur sveitarfélög eru ekki tilbúin til samstarfs um þetta mikilvæga samfélagslega verkefni, mun stofnunin nýta sér stöðuna á Ásbrú og taka þar á leigu húsnæði undir þessa starfsemi í óþökk Reykjanesbæjar. Reykjanesbær er fjölmenningabær Íbúar með erlent ríkisfang eru fjölmargir í Reykjanesbæ og sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að sinna þeim eins og kostur er. Einn þáttur í því var að ráða til sveitarfélagsins verkefnastjóra fjölmenningar. Sveitarfélagið hefur einnig lagt sig fram um að sinna þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem það hefur tekið að sér að þjónusta, en nauðsynlegt er að forðast það sem bent er á í áliti Nordregio, þ.e. að setja í sama húsnæði hóp fólks í viðkvæmri stöðu, með ólíkan félagslegan bakgrunn. Ríkið ber ábyrgð Málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd eiga heima hjá ríkinu eða nánar tiltekið á borði dómsmálaráðherra. Þessi staða sem nú er uppi afhjúpar í raun þá staðreynd að ekki hefur verið tekið á þessum málum af hálfu ráðuneytisins. Mín skoðun er sú að vinna þurfi að því setja á fót lagskipta móttökustöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í sátt og samstarfi við sveitarfélögin sem þar eru. Það þarf að kosta miklu meira til í þennan málaflokk vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem margir umsækjenda eru í og láta af þessum þjösnaskap sem Útlendingastofnun, sem ríkisstofnun, virðist ætla að beita í samskiptum sínum við Reykjanesbæ. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Félagsmál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 og 2019 gerði Nordregio sem er norræn rannsóknarstofnun, rannsókn á samfélögum á Norðurlöndum sem hafa hátt hlutfall íbúa af erlendum uppruna og valdi til þess eitt sveitarfélag í hverju landi. Reykjanesbær varð fyrir valinu vegna hás hlutfalls íbúa af erlendu bergi, en eins vegna Ásbrúar sem er nýr bæjarhluti í Reykjanesbæ (gamla varnarsvæðið). Það þótti áhugavert að skoða Reykjanesbæ til að fylgjast með sveitarfélagi innleiða hverfi eins og Ásbrú inn í sína samfélagslegu heild. Þriðja ástæðan var sú að sveitarfélagið hafði ráðið til sín sérfræðing sem verkefnastjóra fjölmenningarmála. Í áliti Nordregio kom m.a. eftirfarandi fram: „Búsetuúrræði Útlendingastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú er slæmurkostur fyrir þá sem þar búa sem og fyrir Ásbrú, í þeirri mynd sem búsetuúrræðið er. Stór búsetueiningmeð mörgum íbúðum fyrir karlmenn sem allir eru líklegir til þess að fá neitun um alþjóðlega vernd áÍslandi. Útlendingastofnun hefur gert nokkurra ára leigusamning og því er ljóst að úrræðið verður tilstaðar á Ásbrú næstu árin.Útlendingastofnun er ekki þjónustustofnun heldur stjórnsýslustofnunumsókna um dvalarleyfi á Íslandi. Rekstur stofnunarinnar á búsetuúrræði á Ásbrú er ekki í samræmi við velferðarþjónustu á Íslandi þar sem of margir íbúar í viðkvæmri stöðu búa í sama húsnæðinu oghafa mjög takmarkað ferðafrelsi. Reykjanesbær hefur ekki vitneskju um starfsemiÚtlendingastofnunar þar sem íbúar búsetuúrræðisins hafa ekki lögheimili í sveitarfélaginu.“ Aðeins þrjú sveitarfélög veita þjónustu Einungis hafa náðst samningar milli Útlendingastofnunar og þriggja sveitarfélaga á Íslandi um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, en þau eru Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Það er miður, því hægt er að líta á þetta sem samfélagslega skyldu og verkefnið væri í raun einfalt ef öll sveitarfélög á Íslandi tækju hlufallslegan þátt í því. Hér í Reykjanesbæ hefur verið litið þannig á að það gæti alveg gengið að þjónusta 3-4 umsækjendur um alþjóðlega vernd á hverja þúsund íbúa og því væri sá þjónustusamningur sem Reykjanesbær er með fyrir 70 einstaklinga, ásættanlegur og viðráðanlegur. Húsnæði tekið í notkun í óþökk sveitarfélagsins Þörfin fyrir þessa þjónustu er hins vegar talsvert meiri en felst í þeim samningum sem Útlendingastofnun hefur við þessi þrjú sveitarfélög og til þess að mæta þessari miklu þörf tók stofnunin húsnæði á leigu á Ásbrú án samráðs við sveitarfélagið og í óþökk þess. Útlendingastofnun fer síðan fram á að sveitarfélagið taki að sér að þjónusta þá sem þar eru og munu verða í framtíðinni. Það gæti látið nærri að þar geti verið vistaðir um 100 einstaklingar. Þessari beiðni hafnaði Velferðarráð Reykjanesbæjar á fundi þann 13. janúar sl. en Útlendingastofnun hefur í þrígang sent erindi þess efnis til sveitarfélagsins. Það skortir ekki á vilja sveitarfélagsins til þess að gera vel í þessum málaflokki, en alls ekki á þeim forsendum sem Útlendingastofnun leggur til. Umsækjendum hrúgað saman í blokk Reykjanesbær hefur allt frá árinu 2006 unnið að því að gera gamla varnarsvæðið að einum bæjarhluta Reykjanesbæjar og hefur sú vinna á köflum gengið ágætlega. Hins vegar hafa áskoranirnar verið margar og ímynd Ásbrúar sem samfélags er því miður ekki sterk. Ríkið stofnaði á sínum tíma sérstakt félag um þær eignir sem herinn skildi eftir, sem síðan hafa verið seldar fyrir vel á annan tug milljarða. Í stað þess að nýta þá fjármuni til uppbyggingar svæðisins voru þeir sogaðir inn í ríkissjóð og nýttir í önnur verkefni. Þeir aðilar sem keyptu þessar eignir, hafa síðan reynt að koma þeim í notkun með misjöfnum árangri og þar er talsvert til af auðu húsnæði, bæði íbúðarhúsnæði, gistirými og húsnæði undir ýmis konar starfsemi. Þessa stöðu er Útlendingastofnun nú að nýta sér, með því að taka ónotað húsnæði til leigu og hrúga þar inn fólki, sem margt hvert er að koma úr erfiðum aðstæðum og þarf því á sérstakri aðhlynningu að halda. Reykjanesbær hefur margsinnis lýst yfir vilja til að koma til móts við Útlendingastofnun með stækkun á fyrirliggjandi þjónustusamningi en þá gegn því að Útlendingastofnun lýsi því yfir að ekki verði um frekari aukningu á Ásbrú að ræða. Því hefur Útlendingastofnun hafnað. Staðan er því miður sú, að á meðan það er til laust húsnæði á Ásbrú og á meðan önnur sveitarfélög eru ekki tilbúin til samstarfs um þetta mikilvæga samfélagslega verkefni, mun stofnunin nýta sér stöðuna á Ásbrú og taka þar á leigu húsnæði undir þessa starfsemi í óþökk Reykjanesbæjar. Reykjanesbær er fjölmenningabær Íbúar með erlent ríkisfang eru fjölmargir í Reykjanesbæ og sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að sinna þeim eins og kostur er. Einn þáttur í því var að ráða til sveitarfélagsins verkefnastjóra fjölmenningar. Sveitarfélagið hefur einnig lagt sig fram um að sinna þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem það hefur tekið að sér að þjónusta, en nauðsynlegt er að forðast það sem bent er á í áliti Nordregio, þ.e. að setja í sama húsnæði hóp fólks í viðkvæmri stöðu, með ólíkan félagslegan bakgrunn. Ríkið ber ábyrgð Málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd eiga heima hjá ríkinu eða nánar tiltekið á borði dómsmálaráðherra. Þessi staða sem nú er uppi afhjúpar í raun þá staðreynd að ekki hefur verið tekið á þessum málum af hálfu ráðuneytisins. Mín skoðun er sú að vinna þurfi að því setja á fót lagskipta móttökustöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í sátt og samstarfi við sveitarfélögin sem þar eru. Það þarf að kosta miklu meira til í þennan málaflokk vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem margir umsækjenda eru í og láta af þessum þjösnaskap sem Útlendingastofnun, sem ríkisstofnun, virðist ætla að beita í samskiptum sínum við Reykjanesbæ. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun