Þögn um lögbrot vekur spurningar Björgólfur Jóhannsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherji og Seðlabankinn Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun