Mega konur ekki lengur taka ábyrgð á eigin heilsu? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. janúar 2021 15:32 Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar