Vilja minnka umferðarhraða á Bústaðavegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 06:45 Frá Bústaðavegi desembermorguninn sem Haraldur Karlsson sá þrjá bíla fara gegn rauðu ljósi. Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira