Vilja minnka umferðarhraða á Bústaðavegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 06:45 Frá Bústaðavegi desembermorguninn sem Haraldur Karlsson sá þrjá bíla fara gegn rauðu ljósi. Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira