Á hvaða vegferð er stjórn Íslandspósts? Ólafur Stephensen skrifar 7. janúar 2021 13:30 Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Full ástæða er til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé. Í maí síðastliðnum kynnti Íslandspóstur þau áform sín að fella niður magnafslætti af reglubundnum viðskiptum. Gangi þau áform eftir, munu tveir keppinautar Póstsins, póstsöfnunarfyrirtækin Póstmarkaðurinn og Burðargjöld, neyðast til að hætta starfsemi. Hér er um að ræða fyrirtæki sem safna saman pósti frá stórnotendum, t.d. bönkum og tryggingafélögum, og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur enn í reynd einokunarstöðu á markaði fyrir bréfapóst, þótt einkaréttur fyrirtækisins hafi verið afnuminn með breytingu á póstlögunum í ársbyrjun 2020. Afsláttur upp á 2-5% hefur verið veittur þessum fyrirtækjum vegna þess hagræðis sem Pósturinn hefur af reglubundnum viðskiptum með mjög mikið magn bréfa frá söfnunarfyrirtækjunum. Viðskiptavinir söfnunarfyrirtækjanna njóta fyrir vikið mun betri kjara en þeir myndu njóta í beinum viðskiptum við Íslandspóst. Breytt póstlög gera áfram ráð fyrir að afslættir af þessu tagi séu veittir. Félag atvinnurekenda telur einsýnt að verði þessir magnafslættir afnumdir muni það kippa grundvellinum undan rekstri söfnunarfyrirtækjanna og þau neyðist til að hætta rekstri. Viðskipti þeirra munu falla ríkisfyrirtækinu sjálfu í skaut og einokunarstaða þess styrkist þá enn. Gjaldskrá til notenda póstþjónustu, sem í dag skipta við söfnunarfyrirtækin en myndu neyðast til að skipta við Íslandspóst, myndi að mati félagsins hækka um allt að 70%. Sé 15% hækkun á gjaldskrá bréfapósts hjá Póstinum um áramót tekin með í reikninginn, getur hækkunin numið allt að 96%. Pólitísk stjórn vill drepa samkeppni Póst- og fjarskiptastofnun frestaði gildistöku þessarar gjaldskrárbreytingar Íslandspósts til ársloka 2020, en hefur nú birt ákvörðun, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Póstsins fyrir niðurfellingu afsláttanna sé fullnægjandi og ekki tilefni fyrir stofnunina að grípa inn í málið. Niðurfelling afsláttanna á að taka gildi eftir mánuð. Telja verður fullvíst að söfnunarfyrirtækin skjóti málinu áður til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Í ákvörðun PFS kemur fram það mat Samkeppniseftirlitsins að fram séu komin sjónarmið um að ákvörðun Póstsins um niðurfellingu afsláttanna kunni að fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu ríkisfyrirtækisins. Félag atvinnurekenda hefur lýst mikilli furðu á að hin pólitískt skipaða stjórn Íslandspósts skuli með þessum hætti fylgja fram áformum um að ganga á milli bols og höfuðs á keppinautum fyrirtækisins. Erfitt er að trúa því að trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi, sem ákveða gjaldskrá félagsins, skuli þannig vitandi vits reyna að drepa niður samkeppni á póstmarkaðnum og ná viðskiptum af einkafyrirtækjum til ríkisfyrirtækisins. Forstjóri og stjórn virðast hafa brugðizt skyldum sínum Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði síðasta árs að gjaldskrá Póstsins vegna pakkadreifingar, sem tók gildi í ársbyrjun 2020 og felur að mati FA í sér ólöglega undirverðlagningu, hefði ekki verið borin undir stjórn fyrirtækisins. Samþykktir Póstsins segja skýrt að stjórn félagsins skuli taka ákvarðanir um gjaldskrá í samræmi við þau lög sem um rekstur félagsins gilda. Hafi þáverandi forstjóri ekki borið gjaldskrána undir stjórn, felur það í sér brot gegn samþykktum félagsins. FA vakti athygli á hinni ólöglegu gjaldskrá strax í janúar í fyrra. Hafi stjórnin ekki gripið inn í málið síðan, hefur hún brugðizt þeim eftirlitsskyldum sem hún gegnir, samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félagsins. Stjórnarmenn geta því borið ábyrgð á hinni ólögmætu undirverðlagingu. Með henni er rekstrarhæfi félagsins ógnað. Grafið undan rekstri fyrirtækja sem þjónusta landsbyggðina Pakkagjaldskránni var breytt eftir að Alþingi setti í póstlög ákvæði um að gjaldskrá fyrir pakkasendingar skuli vera sú sama um allt land og var sú breyting rökstudd með byggðasjónarmiðum. Íslandspóstur fór hins vegar þá leið við breytingu gjaldskrárinnar að miða verð um allt land við verð pakkasendinga innan höfuðborgarsvæðisins. Verð fyrir pakkasendingar um lengri veg er því undir raunkostnaði og hefur fyrirtækið viljað að ríkissjóður bætti því tapið á þjónustunni. Póstlögin kveða hins vegar einnig á um að verð fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði, að viðbættri hæfilegri álagningu. Sú lagagrein er einmitt til þess hugsuð að hindra undirverðlagningu, sem skaðar samkeppni. Pakkagjaldskrá Póstsins eins og henni var breytt í upphafi árs 2020 grefur undan rekstri einkafyrirtækja sem hafa um árabil haldið uppi vörudreifingu úti um land á markaðslegum forsendum. Það á ekki eingöngu við um landflutningafyrirtækin, sem eru með flutninganet um allt land, heldur einnig staðbundin dreifingarfyrirtæki. Þetta er skrýtnasta byggðastefna sem um getur; að grafa undan einkafyrirtækjum sem þjónusta landsbyggðina með því að niðurgreiða þjónustu ríkisfyrirtækisins. Vangeta stjórnvalda og eftirlitsstofnana til að grípa inn í framferði Íslandspósts á póstmarkaðnum vekur óneitanlega athygli. Það er þó sérkennilegast af öllu að stjórnarmenn fyrirtækisins, sem njóta trúnaðar stjórnmálaflokkanna á þingi, skuli ganga þannig fram til að skaða rekstur einkafyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Pósturinn Samkeppnismál Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Full ástæða er til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé. Í maí síðastliðnum kynnti Íslandspóstur þau áform sín að fella niður magnafslætti af reglubundnum viðskiptum. Gangi þau áform eftir, munu tveir keppinautar Póstsins, póstsöfnunarfyrirtækin Póstmarkaðurinn og Burðargjöld, neyðast til að hætta starfsemi. Hér er um að ræða fyrirtæki sem safna saman pósti frá stórnotendum, t.d. bönkum og tryggingafélögum, og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur enn í reynd einokunarstöðu á markaði fyrir bréfapóst, þótt einkaréttur fyrirtækisins hafi verið afnuminn með breytingu á póstlögunum í ársbyrjun 2020. Afsláttur upp á 2-5% hefur verið veittur þessum fyrirtækjum vegna þess hagræðis sem Pósturinn hefur af reglubundnum viðskiptum með mjög mikið magn bréfa frá söfnunarfyrirtækjunum. Viðskiptavinir söfnunarfyrirtækjanna njóta fyrir vikið mun betri kjara en þeir myndu njóta í beinum viðskiptum við Íslandspóst. Breytt póstlög gera áfram ráð fyrir að afslættir af þessu tagi séu veittir. Félag atvinnurekenda telur einsýnt að verði þessir magnafslættir afnumdir muni það kippa grundvellinum undan rekstri söfnunarfyrirtækjanna og þau neyðist til að hætta rekstri. Viðskipti þeirra munu falla ríkisfyrirtækinu sjálfu í skaut og einokunarstaða þess styrkist þá enn. Gjaldskrá til notenda póstþjónustu, sem í dag skipta við söfnunarfyrirtækin en myndu neyðast til að skipta við Íslandspóst, myndi að mati félagsins hækka um allt að 70%. Sé 15% hækkun á gjaldskrá bréfapósts hjá Póstinum um áramót tekin með í reikninginn, getur hækkunin numið allt að 96%. Pólitísk stjórn vill drepa samkeppni Póst- og fjarskiptastofnun frestaði gildistöku þessarar gjaldskrárbreytingar Íslandspósts til ársloka 2020, en hefur nú birt ákvörðun, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Póstsins fyrir niðurfellingu afsláttanna sé fullnægjandi og ekki tilefni fyrir stofnunina að grípa inn í málið. Niðurfelling afsláttanna á að taka gildi eftir mánuð. Telja verður fullvíst að söfnunarfyrirtækin skjóti málinu áður til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Í ákvörðun PFS kemur fram það mat Samkeppniseftirlitsins að fram séu komin sjónarmið um að ákvörðun Póstsins um niðurfellingu afsláttanna kunni að fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu ríkisfyrirtækisins. Félag atvinnurekenda hefur lýst mikilli furðu á að hin pólitískt skipaða stjórn Íslandspósts skuli með þessum hætti fylgja fram áformum um að ganga á milli bols og höfuðs á keppinautum fyrirtækisins. Erfitt er að trúa því að trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi, sem ákveða gjaldskrá félagsins, skuli þannig vitandi vits reyna að drepa niður samkeppni á póstmarkaðnum og ná viðskiptum af einkafyrirtækjum til ríkisfyrirtækisins. Forstjóri og stjórn virðast hafa brugðizt skyldum sínum Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði síðasta árs að gjaldskrá Póstsins vegna pakkadreifingar, sem tók gildi í ársbyrjun 2020 og felur að mati FA í sér ólöglega undirverðlagningu, hefði ekki verið borin undir stjórn fyrirtækisins. Samþykktir Póstsins segja skýrt að stjórn félagsins skuli taka ákvarðanir um gjaldskrá í samræmi við þau lög sem um rekstur félagsins gilda. Hafi þáverandi forstjóri ekki borið gjaldskrána undir stjórn, felur það í sér brot gegn samþykktum félagsins. FA vakti athygli á hinni ólöglegu gjaldskrá strax í janúar í fyrra. Hafi stjórnin ekki gripið inn í málið síðan, hefur hún brugðizt þeim eftirlitsskyldum sem hún gegnir, samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félagsins. Stjórnarmenn geta því borið ábyrgð á hinni ólögmætu undirverðlagingu. Með henni er rekstrarhæfi félagsins ógnað. Grafið undan rekstri fyrirtækja sem þjónusta landsbyggðina Pakkagjaldskránni var breytt eftir að Alþingi setti í póstlög ákvæði um að gjaldskrá fyrir pakkasendingar skuli vera sú sama um allt land og var sú breyting rökstudd með byggðasjónarmiðum. Íslandspóstur fór hins vegar þá leið við breytingu gjaldskrárinnar að miða verð um allt land við verð pakkasendinga innan höfuðborgarsvæðisins. Verð fyrir pakkasendingar um lengri veg er því undir raunkostnaði og hefur fyrirtækið viljað að ríkissjóður bætti því tapið á þjónustunni. Póstlögin kveða hins vegar einnig á um að verð fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði, að viðbættri hæfilegri álagningu. Sú lagagrein er einmitt til þess hugsuð að hindra undirverðlagningu, sem skaðar samkeppni. Pakkagjaldskrá Póstsins eins og henni var breytt í upphafi árs 2020 grefur undan rekstri einkafyrirtækja sem hafa um árabil haldið uppi vörudreifingu úti um land á markaðslegum forsendum. Það á ekki eingöngu við um landflutningafyrirtækin, sem eru með flutninganet um allt land, heldur einnig staðbundin dreifingarfyrirtæki. Þetta er skrýtnasta byggðastefna sem um getur; að grafa undan einkafyrirtækjum sem þjónusta landsbyggðina með því að niðurgreiða þjónustu ríkisfyrirtækisins. Vangeta stjórnvalda og eftirlitsstofnana til að grípa inn í framferði Íslandspósts á póstmarkaðnum vekur óneitanlega athygli. Það er þó sérkennilegast af öllu að stjórnarmenn fyrirtækisins, sem njóta trúnaðar stjórnmálaflokkanna á þingi, skuli ganga þannig fram til að skaða rekstur einkafyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun