Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 11:46 „Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi,“ segir biskupinn. Vísir/Kolbeinn Tumi „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ Þannig hefst fréttatilkynning frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, sem nú er til rannsóknar vegna brota á sóttvarnalögum samkvæmt RÚV, en undir hana ritar biskupinn David B. Tencer. Tencer biðlar til þeirra sem „bera ábyrgð á sóttvarnareglum“ að breyta þeim þar sem jafnræði sé ekki gætt. „Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu?“ spyr biskupinn í tilkynningu sem sjá má í heild að neðan. Þá spyr hann hvernig hann eigi að útskýra fyrir sóknarbörnum sínum að margir matsölustaðir megi taka á móti fleiri viðskiptavinum. „Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi.“ Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þannig hefst fréttatilkynning frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, sem nú er til rannsóknar vegna brota á sóttvarnalögum samkvæmt RÚV, en undir hana ritar biskupinn David B. Tencer. Tencer biðlar til þeirra sem „bera ábyrgð á sóttvarnareglum“ að breyta þeim þar sem jafnræði sé ekki gætt. „Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu?“ spyr biskupinn í tilkynningu sem sjá má í heild að neðan. Þá spyr hann hvernig hann eigi að útskýra fyrir sóknarbörnum sínum að margir matsölustaðir megi taka á móti fleiri viðskiptavinum. „Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi.“ Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi
Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43