Landsliðskonur kanna ný tækifæri í sandinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 12:31 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er næstreyndasta landsliðskona sögunnar. Instagram/@vigfusdottir_gretarsdottir Íslensku landsliðskonurnar Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir hafa sett stefnuna á Ólympíuleikina í París 2024. Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021 Blak Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Sjá meira
Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021
Blak Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Sjá meira