Landsliðskonur kanna ný tækifæri í sandinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 12:31 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er næstreyndasta landsliðskona sögunnar. Instagram/@vigfusdottir_gretarsdottir Íslensku landsliðskonurnar Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir hafa sett stefnuna á Ólympíuleikina í París 2024. Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021 Blak Ólympíuleikar Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021
Blak Ólympíuleikar Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira