Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 20:21 Bandaríkjaþing hefur ákveðið að þvinga í gegn lög um fjármögnun varnarmála þrátt fyrir að Trump hafi beitt neitunarvaldi sínu og ekki staðfest lögin. Getty/Al Drago Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. Þetta er í fyrsta skipti á embættistíð forsetans sem þingið hefur farið gegn neitunarvaldi forsetans. 81 þingmaður samþykkti tillöguna um að þvinga frumvarpið í gegn en 13 greiddu atkvæði gegn því. Öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman í dag til þess að ræða frumvarpið en þingmenn fulltrúadeildarinnar höfðu þegar samþykkt að þvinga frumvarpinu í gegn. Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með meirihluta í öldungadeildinni og þykir ákvörðun deildarinnar því nokkuð sér á báti. Þá bendir breska ríkisútvarpið á það að nú séu aðeins tveir dagar þar til nýkjörnir fulltrúar í öldungadeild taka við keflinu. Trump sagðist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu og Afganistan. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna beggja deilda þingsins hafði þegar samþykkt varnarmálafjárlögin áður en þau voru send á borð forsetans til staðfestingar. Þingdeildirnar geta báðar hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður því að lögum, þrátt fyrir mótmæli forsetans. Donald Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum í kjölfar þess að samflokksmenn hans í fulltrúadeildinni samþykktu þann 29. desember að þvinga frumvarpið í gegn. Hann skrifaði ýmislegt á Twitter um málið, og sagði hann meðal annars forystu flokksins veika og þreytta. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ skrifaði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti á embættistíð forsetans sem þingið hefur farið gegn neitunarvaldi forsetans. 81 þingmaður samþykkti tillöguna um að þvinga frumvarpið í gegn en 13 greiddu atkvæði gegn því. Öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman í dag til þess að ræða frumvarpið en þingmenn fulltrúadeildarinnar höfðu þegar samþykkt að þvinga frumvarpinu í gegn. Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með meirihluta í öldungadeildinni og þykir ákvörðun deildarinnar því nokkuð sér á báti. Þá bendir breska ríkisútvarpið á það að nú séu aðeins tveir dagar þar til nýkjörnir fulltrúar í öldungadeild taka við keflinu. Trump sagðist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu og Afganistan. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna beggja deilda þingsins hafði þegar samþykkt varnarmálafjárlögin áður en þau voru send á borð forsetans til staðfestingar. Þingdeildirnar geta báðar hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður því að lögum, þrátt fyrir mótmæli forsetans. Donald Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum í kjölfar þess að samflokksmenn hans í fulltrúadeildinni samþykktu þann 29. desember að þvinga frumvarpið í gegn. Hann skrifaði ýmislegt á Twitter um málið, og sagði hann meðal annars forystu flokksins veika og þreytta. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ skrifaði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39