Icelandair og flugfiskurinn verðmæti Svanur Guðmundsson skrifar 5. maí 2020 15:00 Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Icelandair Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun