Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már Friðriksson fór til Borås frá Njarðvík síðasta sumar og sló í gegn í Svíþjóð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00