Sjúkraliðanám - það er málið! Sandra B. Franks skrifar 2. maí 2020 16:30 Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun