Sýnum geðheilsu þá alúð sem hún þarfnast Anra Rut Arnarsdottir skrifar 1. maí 2020 12:00 Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun