Will Reeve, sonur Christopher Reeve, starfar sem fréttamaður á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC.
Hann var tekinn í viðtal í morgunþættinum Good Morning America á þriðjudaginn og var hann staddur heima hjá sér í viðtalinu.
Hann var smekklega klæddur í jakka og skyrtu en ákvað að sleppa buxunum.
Reeve hefur líklega haldið að enginn myndi taka eftir því að sjónarhorn myndavélarinnar var þannig að það sást vel að maðurinn var buxnalaus eins og sjá má hér að neðan.