Tvö og hálft prósent Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hersir Aron Ólafsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun