Ekki nota núverandi ástand til að minnka aðgengi að miðbænum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 28. apríl 2020 17:26 Flokkur fólksins leggur til að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld noti ekki viðkvæmt ástand vegna COVID-19 veirunnar til að þrýsta málum í gegn sem eru jafnvel í óþökk fjölda borgarbúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það blasa við að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld ætli að nota tækifærið í þessu ástandi til koma áformum sínum um að loka fyrir bílaumferð í miðbænum hraðar í gegn. Sagt er að rekstraraðilar vilji stækka staði sína til að virða tveggja metra regluna og leggur borgarstjóri til frekari lokanir gatna í því sambandi. Inn í umræðuna reyndi borgarstjóri að draga þá Þórólf og Víði sem hafa nú sagst ekki hafa neina skoðun á hvort göngugötur dragi almennt úr eða auki smithættu. Hverjir hafa viljað stækka staði sína? Eru það veitingastaðir? Hvað með aðrar verslanir, eiga þær að færa varning sinn út á götu? Þessar hugmyndir eru með öllu óraunhæfar og munu skaða miðbæinn. Með því að loka fleiri götum verður verra aðgengi fyrir bíla. Miðbærinn er nú mannlaus vegna veirufaraldurs. Borgarstjóri vill notfæra sér veirufaraldurinn til að loka fleiri götum fyrir umferð. Tveggja metra reglan er notuð sem yfirskyn og sagt að rekstraraðilar vilji þetta. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld vilja sæta lagi og draga enn frekar úr ferðum bíla í miðbæinn. Ekki er verið að hugsa mikið um þá sem koma lengra frá, fólk sem býr í úthverfunum og landsbyggðafólk sem kemur akandi og langar e.t.v. að heimsækja miðbæinn. Bíllinn er öruggari ferðamáti en almenningssamgöngur ef horft er til tveggja metra reglunnar. Almenningssamgöngur eru nánast engar auk þess sem fólk er hrætt við að nota þær. Þær voru slakar fyrir og eru enn stopulli nú vegna COVID-19. Með því að loka fleiri götum munu enn færri koma í miðbæinn. Ekki verður ferðamönnunum fyrir að fara þetta árið. Sífellt er vísað til annarra borga, milljóna borga með þróað og öflugt almenningsamgöngukerfi og þar sem veðurfar er jafnvel ólíkt. Hvernig er hægt að bera Reykjavík saman við Osló eða Kaupmannahöfn í þessu sambandi? Hver vill sitja úti í vindinum á Laugavegi með kaffibolla en á þeirri götu er ekki oft sól og blíða. Einstaka sinnum þegar sólin gægist fram kemur fólk kannski í tvo tíma. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld hafa aldrei verið í góðu samstarfi við rekstraraðila, eiginlega bara engu. Í meirihlutasáttmálanum voru teknar einhliða ákvarðanir um að loka götum fyrir umferð og rekstraraðilar voru aldrei spurðir. Engu að síður var lofað að hafa samráð sem mest og best. Óskir verslunareigenda og skoðanir hafa verið hunsaðar. Skeytum/erindum ekki einu sinni svarað eins og fram kemur í viðtölum við verslunareigendur. Við eigum ekki að nota faraldur til að beyta skipulagi borgarinnar. Margir eiga um sárt að binda og væri nær að einblína frekar á aðgerðir til hjálpar en að einblína á að finna smugu til að hindra aðgengi bíla enn frekar í miðbæinn. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Samgöngur Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins leggur til að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld noti ekki viðkvæmt ástand vegna COVID-19 veirunnar til að þrýsta málum í gegn sem eru jafnvel í óþökk fjölda borgarbúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það blasa við að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld ætli að nota tækifærið í þessu ástandi til koma áformum sínum um að loka fyrir bílaumferð í miðbænum hraðar í gegn. Sagt er að rekstraraðilar vilji stækka staði sína til að virða tveggja metra regluna og leggur borgarstjóri til frekari lokanir gatna í því sambandi. Inn í umræðuna reyndi borgarstjóri að draga þá Þórólf og Víði sem hafa nú sagst ekki hafa neina skoðun á hvort göngugötur dragi almennt úr eða auki smithættu. Hverjir hafa viljað stækka staði sína? Eru það veitingastaðir? Hvað með aðrar verslanir, eiga þær að færa varning sinn út á götu? Þessar hugmyndir eru með öllu óraunhæfar og munu skaða miðbæinn. Með því að loka fleiri götum verður verra aðgengi fyrir bíla. Miðbærinn er nú mannlaus vegna veirufaraldurs. Borgarstjóri vill notfæra sér veirufaraldurinn til að loka fleiri götum fyrir umferð. Tveggja metra reglan er notuð sem yfirskyn og sagt að rekstraraðilar vilji þetta. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld vilja sæta lagi og draga enn frekar úr ferðum bíla í miðbæinn. Ekki er verið að hugsa mikið um þá sem koma lengra frá, fólk sem býr í úthverfunum og landsbyggðafólk sem kemur akandi og langar e.t.v. að heimsækja miðbæinn. Bíllinn er öruggari ferðamáti en almenningssamgöngur ef horft er til tveggja metra reglunnar. Almenningssamgöngur eru nánast engar auk þess sem fólk er hrætt við að nota þær. Þær voru slakar fyrir og eru enn stopulli nú vegna COVID-19. Með því að loka fleiri götum munu enn færri koma í miðbæinn. Ekki verður ferðamönnunum fyrir að fara þetta árið. Sífellt er vísað til annarra borga, milljóna borga með þróað og öflugt almenningsamgöngukerfi og þar sem veðurfar er jafnvel ólíkt. Hvernig er hægt að bera Reykjavík saman við Osló eða Kaupmannahöfn í þessu sambandi? Hver vill sitja úti í vindinum á Laugavegi með kaffibolla en á þeirri götu er ekki oft sól og blíða. Einstaka sinnum þegar sólin gægist fram kemur fólk kannski í tvo tíma. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld hafa aldrei verið í góðu samstarfi við rekstraraðila, eiginlega bara engu. Í meirihlutasáttmálanum voru teknar einhliða ákvarðanir um að loka götum fyrir umferð og rekstraraðilar voru aldrei spurðir. Engu að síður var lofað að hafa samráð sem mest og best. Óskir verslunareigenda og skoðanir hafa verið hunsaðar. Skeytum/erindum ekki einu sinni svarað eins og fram kemur í viðtölum við verslunareigendur. Við eigum ekki að nota faraldur til að beyta skipulagi borgarinnar. Margir eiga um sárt að binda og væri nær að einblína frekar á aðgerðir til hjálpar en að einblína á að finna smugu til að hindra aðgengi bíla enn frekar í miðbæinn. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun