Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:50 Stjórnvöld í Beijing hafa verið sérlega viðkvæm fyrir allri gagnrýni á viðbrögð þeirra við kórónuveirufaraldrinum sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. Kínversk og rússnesk stjórnvöld voru sökuð um að bera ábyrgð á upplýsingafals um veiruna í skýrslu utanríkisþjónustu Evrópusambandsins á dögunum. Stjórnvöld í Beijing þrýstu á sambandið að breyta skýrslunni fyrir birtingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Kína er á móti því að hver sem er eða hvaða samtök sem eru búa til og dreifi fölskum upplýsingum. Kína er fórnarlamb upplýsingafals, ekki upphafsmaður þess,“ fullyrti Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína á blaðamannafundi í dag. Fjöldi ríkja hefur kallað eftir óháðri rannsókn á veirunni og uppruna hennar. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað slíkum umleitunum og varið viðbrögð sín við faraldrinum af krafti. Geng segir engar afgerandi sannanir fyrir því að veiran hafi átt upptök sín í Kína. Faraldurinn blossaði þó fyrst upp í borginni Wuhan í desember og breiddist þaðan út um allan heim. Alls hafa nú tæplega þrjár milljónir jarðarbúa smitast af veirunni og rúmlega 207.000 manns látið lífið. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. Kínversk og rússnesk stjórnvöld voru sökuð um að bera ábyrgð á upplýsingafals um veiruna í skýrslu utanríkisþjónustu Evrópusambandsins á dögunum. Stjórnvöld í Beijing þrýstu á sambandið að breyta skýrslunni fyrir birtingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Kína er á móti því að hver sem er eða hvaða samtök sem eru búa til og dreifi fölskum upplýsingum. Kína er fórnarlamb upplýsingafals, ekki upphafsmaður þess,“ fullyrti Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína á blaðamannafundi í dag. Fjöldi ríkja hefur kallað eftir óháðri rannsókn á veirunni og uppruna hennar. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað slíkum umleitunum og varið viðbrögð sín við faraldrinum af krafti. Geng segir engar afgerandi sannanir fyrir því að veiran hafi átt upptök sín í Kína. Faraldurinn blossaði þó fyrst upp í borginni Wuhan í desember og breiddist þaðan út um allan heim. Alls hafa nú tæplega þrjár milljónir jarðarbúa smitast af veirunni og rúmlega 207.000 manns látið lífið.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47