Geðveikt álag Sigrún Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun