Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:30 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ásamt Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi. Vísir/vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57
Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11