Sjúkraliðar standa vaktina - en hvað svo? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 19. apríl 2020 20:32 Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun