Nýjar rútínur mikilvægar fjölskyldum í félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 18:19 Hafliði segir lykilinn að breyttum aðstæðum fjölskyldna og para felast í að mynda nýjar venjur. Vísir/Getty Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira